Persónuverndarstefna
Síðast uppfært: 21. febrúar 2024
Persónuverndarstefna Emmesjé ehf. - Merchbarinn.is er byggð á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Með því að nota síðuna samþykkir þú personuverndarstefnuna og þær breytingar sem kunna að verða á henni.
Emmesjé ehf. leitast við að fylgja í öllu þeirri löggjöf og ekki vinna með persónuupplýsingar ef heimild til slíkrar vinnslu er ekki til staðar. Emmesjé ehf. er ábyrgðaraðili þeirra upplýsinga sem unnið er með nema annað sé tekið fram. Starfsfólk er reglulega upplýst um gildandi lög og reglugerðir er snúa að persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og persónuverndarstefnuna og vinnur í samræmi við það.
Persónuupplýsingar og vinnsla þeirra
Upplýsingar eru persónuupplýsingar ef þær auðkenna tiltekin einstakling eða hægt væri að nota þær til að persónugreina tiltekinn einstakling.
Vinnsla persónuupplýsinga vísar til aðgerðar eða röð aðgerða þar sem persónuupplýsingar eru unnar, hvort sem vinnslan er sjálfvirk eða ekki.
Ekki er unnið með persónuupplýsingar, nema þegar slíkt er heimilt eða skylt skv. lögum. Þá eru persónuupplýsingar varðveittar á formi sem tryggir að ekki sé unnt að persónugreina skráðan einstakling lengur en þörf er á í samræmi við tilgang vinnslu upplýsinganna.
Tegundir upplýsinga sem unnið er með:
- Nafn
- Kennitala
- Heimilisfang
- Símanúmer
- Netfang
- Samskiptasögu
- Bókhaldsgögn
- Greiðslusaga
- Pöntunarsaga
Unnið er með persónupplýsingar til þess að:
- Afgreiða pantannir
- Vöruskil
- Markaðssetningu, þegar viðskiptavinur hefur heimilað slíka notkun
- Önnur atriði sem snúa að samskiptum við viðskiptavin, s.s. vegna kvartana og ágreiningsmála
- Fyrirbyggja misnotkun á þjónustu eða koma í veg fyrir ólöglega háttsemi gegn fyrirtækinu eða viðskiptavinum þess
Varðveisla Persónuupplýsinga
Emmesjé ehf. leitast við að öryggi persónuupplýsingar sé tryggt með viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum sem hindri ólögmæta vinnslu og því að gögn glatist eða breytist fyrir slysni. Ef upp kemur öryggisbrestur er hann tilkynntur til persónuverndar og einstaklingum er atvikið varðar þegar við á.
Réttindi einstaklinga að persónuverndarupplýsingum
Réttur til aðgangs
Einstaklingur getur skv. lögum átt rétt á aðgangi eða afriti af þeim persónuupplýsingum sem Emmesjé ehf. hefur um hann. Slíkar upplýsingar verða veittar óski hann eftir þeim. Einstaklingur sem óskar eftir slíkum upplýsingum skal mæta á skrifstofu félagsins og undirrita eyðublað og framvísa gildum persónuskilríkjum.
Réttur til leiðréttingar
Þá á einstaklingur rétt á því að fá persónuupplýsingar sínar leiðréttar séu þær rangar. Í þeim tilvikum þar sem einstaklingur fer fram á að upplýsingar séu leiðréttar þarf hann að mæta á skrifstofu félagsins og undirrita eyðublað og framvísa gildum persónuskilríkjum.
Réttur til eyðingar og takmörkunar á vinnslu
Í ákveðnum tilvikum getur einstaklingur átt rétt á því að persónuupplýsingum um hann verði eytt eða vinnsla þeirra takmörkuð. Ef viðskiptavinir hafa veitt samþykki sitt fyrir söfnun persónuupplýsinga geta þeir hvenær sem án skýringa dregið slíkt samþykki til baka. Í þeim tilvikum er slíkum persónuupplýsingum eytt nema ef varðveita skal slíkar upplýsingar skv. lögum.
Í þeim tilvikum þar sem einstaklingur fer fram á að upplýsingum sé eytt eða leiðréttar þarf hann að mæta á skrifstofu félagsins og undirrita eyðublað og framvísa gildum persónuskilríkjum.
Beiðni frá þriðja aðila
Ef þriðji aðili óskar eftir upplýsingum fyrir hönd einstaklings, fer fram á eyðingu eða leiðréttingu á upplýsingum skal hann hafa skýrt undirritað umboð um heimild eða hafa heimild skv. lögum.
Kvörtun til persónuverndar og lögsaga
Ef einstaklingur telur að meðferð persónuupplýsingar hafi ekki verið skv. lögum þá hefur einstaklingur rétt á að leggja fram kvörtun til persónuverndar.
Rísi upp ágreiningur um persónuverndarstefnuna skulu aðilar reyna eftir fremsta megni að ná sáttum um þann ágreining en að öðrum kosti skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Allan ágreining um þennan stefnuna skal leyst úr eftir íslenskum lögum.
Breytingar á persónuverndarstefnunni og umsjónamaður
Emmesjé ehf. áskilur sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnunni hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara við birtingu breytinganna á vefsíðunni.
Umsjónamaður persónuverndarstefnunar og eftirfylgni með henni hefur Arnar Bjartmarz, Lögmaður hjá BZ legal ehf. Hægt er að hafa samband við hann á netfangið arnar@bzlegal.is eða í síma 497-0049.