Skilmálar
Síðast uppfært: 14. janúar 2024
Vefversluninn á þessari síðu er rekin af merchbarinn.is – Merchbarinn.is er í eigu Thorsson ehf.
MERCHBARINN.IS
Almennt
Vefsíðan, er í rekstri Thorsson ehf. kt. 500220-0580, Vættaborgum 18, 112 Reykjavík. Vsk nr. 138152. Netfang: merchbarinn@merchbarinn.is
Með því að opna heimasíðuna og eða leggja inn pöntun á síðunni samþykkir þú þessa skilmála. Thorsson ehf. áskilur sér rétt til þess að breyta eða afturkalla þessa skilmála hvenær sem er. Þá áskilur Thorsson ehf. sér rétt til að gera breytingar eða afturkalla efni vefsíðunar.
Vefsíðan kann að tengjast öðrum vefsíðum sem selja sömu eða sambærilegar vörur en eru ekki reknar af Thorsson ehf. Thorsson ehf. tekur ekki ábyrgð á upplýsingum sem veittar eru á þeim síðum né tjóni sem kann að hljótast af notkun á þeim síðum.
Skilmálar þessir gilda um allar vörur sem seldar eru af Thorsson ehf. í gegnum vefsíðuna. Upplýsingar um eiginleika vöru er að finna á undirsíðu þeirrar vöru. Einnig eru upplýsingar veittar í gegnum tölvupóst og á samfélagsmiðlum.
Persónuvernd
Persónuverndarstefnu Thorsson ehf. má finna hér .
Neytendasamningar
Í því tilviki sem kaupandi fellur undir skilgreiningu 1. tl. 2. gr. laga um neytendasamninga nr. 16/2016 gilda ákvæði þeirra laga. Neytandi er skilgreindur sem einstaklingur sem er kaupandi í viðskiptum sem lögin taka til í tilgangi sem er óviðkomandi starfi hans.
Ákvæði samningsins sem vísa í lagaákvæði um neytendasamninga og eða nota orðalagið neytandi eiga einungis við þegar skilgreiningin á neytanda er uppfyllt. Ákvæðin eiga því ekki við um lögaðila.
Vörukaup
Verð
Verð eru gefin upp í Íslenskum krónum og eru öll opinber gjöld innifalin í uppgefnum verðum á síðunni, þar með talinn virðisaukaskattur.
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Thorsson ehf. sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.
Thorsson ehf. áskilur sér rétt til þess að breyta og afturkalla verð hvenær sem er. Þar með talið verði gerðar breytingar á skattalögum sem leiða til hækkunar eða lækkunar á vöruverði.
Afslættir
Thorsson ehf. gefur í ákveðnum tilvikum út afsláttar og kynningarkóða, þessir kóðar eru ýmist einnota eða í gildi yfir ákveðin takmarkaðan tíma. Thorsson ehf. áskilur sér rétt til þess að afturkalla þessa kóða hvenær sem er og áskilur sér rétt til að bakfæra pantanir sem gerðar hafa verið með slíkum kóðum ef grunur leikur á að þeir hafi verið misnotaðir.
Ekki er hægt að bæta við afsláttarkóða eftir að pöntun hefur verið staðfest. Afsláttarkóðar gilda ekki af vörum sem eru þegar á tilboði eða afslætti.
Greiðsla
Öll viðskipti eru dulkóðuð og í gegnum öruggan greiðsluþjónustuveitanda.
Afhending
Vörur sem eru settar í innkaupakerru eru ekki fráteknar fyrr en pöntun hefur verið greidd og pöntunarstaðfesting frá Thorsson ehf. hefur verið send til kaupanda í tölvupósti.
Staðfest pöntun er afgreidd út úr vöruhúsi Thorsson ehf. innan 72 klukkustunda frá því að hún berst. Reynt er að afgreiða allar pantanir eins hratt og hægt er. Sendingartími innan höfuðborgarsvæðisins er að jafnaði 0 – 1 virkur dagur. Sendingartími untan höfuðborgarsvæðisins er að jafnaði 1-4 dagar.
Ef vara hefur verið pöntuð en er ekki til á lager mun starfsmaður Thorsson ehf. hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vöru.
Þegar vara er send frá vöruhúsi okkar færð þú skilaboð um að sendingin sé farin á stað og hvernig þú getur fylgst með sendingunni.
Allar vörur eru sendar til kaupanda á það postbox eða heimilisfang sem viðkomandi gefur upp við pöntun.
Ef afhending dregst umfram 14 daga hefur þú heimild til þess að hætta við kaupin.
Skilaréttur
Réttur til að falla frá samningi
Neytandi hefur í samræmi við 1. mgr. 16. gr. laga um neytendasamninga 14 daga frest til að falla frá samningi vegna kaupa sem gerð eru í gegnum vefverslunina án þess að gefa upp ástæðu. Fresturinn miðar við þann dag sem gengið var frá kaupum.
Á þessu eru þó undantekningar tilgreindar í 18. Gr. laga um neytendasamninga. Sérstök athygli er vakin á e-lið greinarinnar. Ekki er hægt að skila innsiglaðri vöru eftir að innsigli hefur verið rofið eftir afhendingu þegar lýðheilsusjónarmið eða hreinlætisástæður koma í veg fyrir að hægt sé að skila vöru.
Kaupandi hefur 30 daga til þess að skila vöru, miðast fresturinn við afhendingardag. Kvittun aða skilamiði fyrir vörukaupum þarf að fylgja með. Varan þarf að vera í ónotuð og í sínum upprunalegu pakkningum. Þetta á þó ekki við um vörur, þegar lýðheilsusjónarmið eða hreinlætisástæður koma í veg fyrir að hægt sé að skila vöru.
Við skil greiðir kaupandi endursendingargjald að upphæð 890 kr. fyrir endursendingar innan Íslands og 1500 kr. fyrir endursendingar erlendis.
Við skil eða skipti gefur Thorsson ehf. út endursendingarmiða sem neytandi eða kaupandi prentar út og límir á pakkan og skilar pakkanum síðan inn til flutningsaðila.
Úrræði við Galla
Um ábyrgð á vörum í tilviki neytanda fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 48/2008 um neytendakaup en í tilvikum annara kaupenda gilda ákvæði lagan r. 50/2000 um lausafjárkaup.
Ef pöntun er afgreidd með röngum hætti, eða ef varan er gölluð á kaupandi rétt á úrbótum endurgjaldslaust. Kaupandi á rétt á að fá vörunni skipt út fyrir sömu vöru, Thorsson ehf. er ekki skuldbundið til þess að skipta henni út fyrir aðra vöru.
Kaupanda ber að tilkynna Thorsson ehf. án ástæðulaus dráttar ef vara er afgreidd með röngum hætti eða ef varan er gölluð.
Tilkynning um galla þarf að berast innan 2 eða 5 ára frá móttöku samanber 2. Mgr. 27. Gr. lagan um neytendakaup nr. 48/2003. Vara telst ekki gölluð ef vænta má að hún hafi skemmri endingartíma en 2 ár
Tilkyning um galla skal berast á merchbarinn@merchbarinn.is
Annað
Úrskurðaraðili vegna ágreinings á sviði neytendamála er kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Vefsíða nefndarinnar er www.kvth.is
Rísi upp ágreiningur um skilmálana skulu aðilar reyna eftir fremsta megni að ná sáttum um þann ágreining en að öðrum kosti skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Allan ágreining um þennan samning skal leyst úr eftir íslenskum lögum.